17.6.2008 | 19:44
Hugrekki pólitíkusa (oxymoron?)
Það er ekki oft sem svona staða kemur upp: olíuverð ríkur upp, matvælaverð ríkur upp og hlutabréfamarkaðir falla í kjölfarið á lánsfjárkreppunni í BNA. Þetta gerist allt mikið hraðar en við eigum að venjast og við erum að horfa á VERÐBÓLGUKREPPU (stagflation) í fyrsta skipti í 35 ár. Þá var orsökin hækkun á olíuverði, en núna er það líka hækkun á matvælum sem er að orsaka þetta. Hvað heldur Seðlabanki Íslands að hann geti hækkað stýrivexti mikið til að hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á olíu og matvælaverð?
Þessi umhverfisstefna að nota korn sem orku á bíla er að gera hvað? Bjarga heiminum og orsaka hungursneyð? Jájá allir þið Algorar þessa heims verið stoltir af ykkur! Hverjir skyldu vera fyrstu fórnarlömbin: fátæk ríki og fátækt fólk í ríkum ríkjum. Ég hef ekkert á móti umhverfisvernd, en ég verð aldrei tilbúinn í þetta lýðskrum. Sýnum heilbrigða skynsemi.
Einn pólitíkus kom mér skemmtilega á óvart í vikunni, eitthvað sem gerist nokkurn veginn aldrei. Talandi um oxymoron ........Það er maður í Samfylkingunni sem HEFUR VIT Á EFNAHAGSMÁLUM!!! Öðruvísi mér áður brá! Sjálfstæðisflokkurinn er með stóra skóflu og heldur áfram að moka. Sjálfstæðisflokkurinn á sér von þrátt fyrir það og hún heitir Þorgerður. Áfram Þorgerður! Ég mun segja ykkur hver þessi vonarneisti Samfylkingarinnar er ef hann heldur áfram að sanna sig.
Handboltinn: Hvað er með þennan Snorra Sturluson?
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.