Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Einhlítar afleiðingar efnahagsaðgerða?

Tvö lönd byggðust í upphafi af nýbúum sem voru að flýja skattheimtu í heimalandi sínu: Ísland og Bandaríki Norður Ameríku. Sannir frjálshyggjumenn!

Í þessari efnahagslegu niðursveiflu sem nú er í gangi í heiminum heyrast þær raddir að frjálshyggjan hafi sýnt að hún sé gagnslaus, virki ekki, best sé að henda henni fyrir borð! Það er getur ekki verið meira frá sannleikanum. Markaðurinn er að sýna og sanna sig, nú hreinsast út veikari fyrirtæki og þau sem standa traustum fótum munu lifa þetta af. Ódýrir peningar kalla á fjárfestingar sem þurfa ekki að skila eins miklum arði og farið hefur verið út í fjárfestingar sem ekki eru mjög arðvænlegar.

Hagfræðiprófessor minn sagði að uppáhaldsorðatiltæki hagfræðinga væri "on the other hand", eða á hinn bóginn, vegna þess að afleiðingar efnahagsaðgerða eru aldrei einhlítar! Hann vissi sínu nefi, eins og allir góðir hagfræðingar.

Það á ekki að þurfa afskipti ríkisvaldsins af efnahagsmálum bara vegna þess að það er niðursveifla, þetta er nátturuleg hreyfing markaðsins. Það er hins vegar löngu kominn tími á að endurskoða gjaldmiðilinn. Hvorki fyrirtæki né heimili í landinu geta staðið undir þessum ónýta gjaldmiðli, niðursveiflan er mun dýpri fyrir vikið. Hvenær verður nóg komið?


mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með á nótunum?

Skuldatryggingarálag (CDS eða Credit Default Swap) er aldrei annað en "quote", þegar samið er um lán. Þá kemur fram það skuldatryggingarálag sem er í boði. Það reyndist mun lægra en talað hafði verið um fyrir íslenska ríkið, rétt eins og þegar Kaupthing tók stórt lán, ekki alls fyrir löngu.

Nauðsynlegt var að auka gjaldeyrisforðann og heppilegt að það var ekki "of dýrt" eins og fjármálaráðherra talaði um í sumar.

Næsta mál á dagskrá er að hefja lækkunarferli stýrivaxta. Eru allir með á nótunum þar? Við getum bara vonað að svo sé.


mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn gulls ígildi...

Það er að koma í hausinn á stjórnvöldum að ekki var byggður upp gjaldeyrisforði, á meðan bankarnir voru að byggjast upp. Núna er ekki hagstætt að auka gjaldeyrisforðann, en er um eitthvað val að ræða? Svarið er að þetta verður að gerast, hvort sem fjármálaráðherra skilur það eða ekki.

Skuldatryggingarálag (credit default swap eða CDS) er "quote", sem byggir alls ekki á undirliggjandi viðskiptum. Þetta er ekki föst stærð eins oft virðist talað um. Þetta kom skýrlega í ljós nýlega, þegar Kaupþing tók stórt lán, en skuldatryggingarálagið var eitthvað í kringum 100 punkta, ef ég man rétt.

Það er mikið alvörumál að tala á þennan hátt við alþjóðlegan fjármálamarkað.

 


mbl.is Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarríki?

Þá hefur saksóknari efnahagsbrota hafist handa við að sækja mál gegn Jóni Ólafssyni, vegna meintra skattalagabrota (yfirskattanefnd var búin að afgreiða málið og þetta kallast "double jeopardy"). Það er óvenjulegt að fólk fái ekki að velja sér verjenda, en kannski er saksóknari efnahagsbrota reynslunni ríkari og leggur ekki í Sigurð? Hver veit, en núna er ríkissvaldið að ráðast á fólk sem getur borið hönd fyrir höfuð sér í krafti auðs síns, rétt eins og í Baugsmálinu og það er úr vöndu að ráða þegar sakargiftirnir eru lekari en gatasigti.

Við vitum að ekki reið saksóknari efnahagsbrota feitum hesti frá málatilbúnaði sínum á hendur Baugsmönnum. Þurfa allir að rekja ættir sínar inn í stjórn Eimskips til að mega efnast?

Í Markaðnum í dag kemur fram í viðtali við Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson nákvæmlega þetta viðhorf, þar tala þeir félagar um að kaupendum jöklabréfa sé sama um íslenskt efnahagslíf! Og hvaða máli skiptir það? Ekki sýnist mér að stjórn Seðlabankans sé annt um íslenskt efnahagslíf, en það er þó þeirra hlutverk.

 

 

 


mbl.is Sigurður fær ekki að flytja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

let them eat cake ...

Helsta ástæða þess að Ísland gangi í ESB er upptaka evrunnar. Krónan er ekkert annað en skattheimta, sem heimilin og fyrirtækin í landinu eru að kikna undan. Hagsmuni hverra er verið að verja með því að halda í krónuna?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þann munað að geta beðið til haustsins 2009 til að geta rætt ESB-aðild, nú þarf að koma til kasta miðstjórnar flokksins. Þingmenn megi líka hafa í huga að þeir eru ekki bundnir neinu nema eigin samvisku og geta ekki skýlt sér bak við skrifræði eigin flokks. Þingmenn voru kosnir til forystu og það kallar á að þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir. Þingflokkurinn virðist nú hafa hagað sér eins og honum hefur þóknast hingað til, burtséð frá ályktunum landsfundar. Gleymum ekki að landsfundur vildi leggja niður stimpilgjöld, en Sjálfstæðisflokkurinn kom með þetta afstyrmi sem mismunar fólki. Það er rangt að halda því fram að ályktun síðasta landsfundar hafi lokað á aðild að ESB, og því ekkert sem stendur í veginum fyrir því að hefja undirbúning og taka fyrstu skref til aðildar.

Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að daga uppi?
mbl.is Tekist á um ESB á næsta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flogið í mótvindi

Ég sé ekki betur en að Jón Karl Ólafsson sé að boða aukin umsvif hjá JetX í náinni framtíð. Það er ánægjulegt að sjá drift hjá flugfélagi nú á tímum þegar bölmóðurinn ætlar allt að drepa. Hátt eldsneytisverð hefur eflaust sett sitt strik í reikninginn hjá þessu félagi sem öðrum flugfélögum í heiminum, en þarna skilur kannski á milli þeirra sem eru góðir flugrekstrarmenn og hinna ...


mbl.is Uppsagnir hjá JetX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn afskrifar krónuna

Hvað skyldi vaka fyrir dómsmálaráðherra með hinni afar fráleitu tillögu að taka upp evruna án þess að fara í ESB? Það yrði dæmd á hann leiktöf í handboltanum, því allir vita að þetta er leikleysa og það veit hann best sjálfur. Það sem er merkilegt í þessu er að Björn Bjarnason er búinn að viðurkenna að krónan er ónýt.

Það þarf engan nýjan stjórnarsáttmála, Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara að segja OK! og Samfylkingin mun ekki standa í vegi fyrir undirbúningi aðildarumsóknar.

Skoðanakannanir mæla Sjálfstæðisflokkinn með 25-27% fylgi, ekki hjartastyrkjandi tölur fyrir leiðtogana. Það getur orðið erfitt fyrir þá að líta framan í kjósendur og biðja um áframhaldandi stuðning ef þeir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfesta í pólítík í landinu vegna sérstaks trúnaðarsambands við heimilin og atvinnulífið. Það er einkennilegt að flokkurinn skuli núna kjósa að rjúfa þennan trúnað á báðum stöðum og tala af hroka niður til bæði atvinnulífs og heimila.

  

 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Here we go again!

Er komið að númerinu hans Jóns Ólafssonar þegar kemur að ofsóknum íslenska ríkisins á hendur íslenskum athafnamönnum? Það lítur út fyrir það. Sagt er að mistök séu til þess að læra af þeim, það á bersýnilega ekki við um suma af æðstu embættismönnum Íslands í dag. Ég man ekki betur en skattayfirvöld séu þegar búin að afgreiða þetta mál og gera Jóni refsingu. Það er náttúrlega spurning um réttarríkið ...


mbl.is Ákærður fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband