Einhlítar afleiðingar efnahagsaðgerða?

Tvö lönd byggðust í upphafi af nýbúum sem voru að flýja skattheimtu í heimalandi sínu: Ísland og Bandaríki Norður Ameríku. Sannir frjálshyggjumenn!

Í þessari efnahagslegu niðursveiflu sem nú er í gangi í heiminum heyrast þær raddir að frjálshyggjan hafi sýnt að hún sé gagnslaus, virki ekki, best sé að henda henni fyrir borð! Það er getur ekki verið meira frá sannleikanum. Markaðurinn er að sýna og sanna sig, nú hreinsast út veikari fyrirtæki og þau sem standa traustum fótum munu lifa þetta af. Ódýrir peningar kalla á fjárfestingar sem þurfa ekki að skila eins miklum arði og farið hefur verið út í fjárfestingar sem ekki eru mjög arðvænlegar.

Hagfræðiprófessor minn sagði að uppáhaldsorðatiltæki hagfræðinga væri "on the other hand", eða á hinn bóginn, vegna þess að afleiðingar efnahagsaðgerða eru aldrei einhlítar! Hann vissi sínu nefi, eins og allir góðir hagfræðingar.

Það á ekki að þurfa afskipti ríkisvaldsins af efnahagsmálum bara vegna þess að það er niðursveifla, þetta er nátturuleg hreyfing markaðsins. Það er hins vegar löngu kominn tími á að endurskoða gjaldmiðilinn. Hvorki fyrirtæki né heimili í landinu geta staðið undir þessum ónýta gjaldmiðli, niðursveiflan er mun dýpri fyrir vikið. Hvenær verður nóg komið?


mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er búið að stela tveim biljónum og við borgun það tvöfalt þegar þessi peningar fóru út og þegar tappið kemur heim ,Bónus heilinn skilur þetta ekki,og kaupir bara meira snakk og bjór fer í Ikea á sunnudögum og róar sig með Sænsku dótið

Adolf (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:23

2 identicon

Veit ekki betur enn að Bandaríska ríkið sé komið á fullt að bjarga bönkum, það er vegna þess að annars lendir þettað allt að fullum þunga á þeim sem ekki eiga það skilið. Það er nú oftast þannig að ríki koma inní í svona málum. Þó svo að það sé alltaf talað um að frjálshyggjan ætli að standa á eigin fótum.

Simmi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Pinky and the Brain

Lehman Bros. fengu að skoppa í gær og eflaust eiga fleiri fyrirtæki og bankar eftir að fylgja í kjölfarið, án þess að til komi björgunaraðgerðir.

Pinky and the Brain, 16.9.2008 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband