29.6.2008 | 18:10
Þórðargleði í fréttum?
Leiðari Fréttablaðsins í dag gagnrýnir íslenska neytendur fyrir að hafa verið á "eyðslu-fylleríi" og núna séu þeir að glíma við timburmennina. Leiðaraskrifari lendir í miklum "vanskilum" með skilning á efnahagsástandinu. Leiðarahöfundur ætti að láta kollega sinn, Þorstein Pálsson, um að skrifa um efnahagsmál framvegis.
Við erum að glíma við lánakreppu í heiminum sem er ekki runnin undan rifjum íslenskra neytenda. Áhrif lánakrepunnar verða dýpri á Íslandi vegna þess að við erum með örsmáan gjaldmiðil sem enginn lítur við. Sveiflur í efnahagsmálum eru ófrávikjanlegar og erfiðleikar í einu landi hafa áhrif í öðrum, svo best er að halda algjörlega aftur af schadenfreudískum tilfinningum, gott fólk.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.