4.7.2008 | 09:01
Að berjast við vindmyllur
With friends like these who needs enemies? Þessi setning kom mér í hug þegar niðurstaða Seðlabankastjóra á vaxtaákvörðunardegi var sú að halda stýrivöxtum óbreyttum.
Verðbólgan hér á landi stafar af þremur ástæðum:
1. Verð á hrávöru og matvöru á erlendum mörkuðum hefur hækkað mjög að undanförnu og það er EKKERT sem Seðlabankastjórar geta gert til að hafa hemil á því.
2. Verðbólgan rekur rætur sínar einnig til þess að fasteignir eru í neyslukörfunni okkar (sér vísitölu fyrir fasteignir ASAP) og um leið og verð á fasteignum fór upp, jókst verðbólgan.
3. Veiking krónunnar þýðir hækkandi vöruverð. Stýrivextir hafa lítil áhrif þar sem fjárfestar eru áhættufælnir og krónan er áhættusöm.
Málið er reyndar þetta; hér á landi er STAGFLATION, eða hjöðnun ásamt verðbólgu og þá er svarið ekki að halda stýrivöxtum í hæstu hæðum, nema ætlunin sé að koma heimilum og fyrirtækjum í landinu á hnéin.
Að koma fyrirtækju og bönkum úr landi er að takast. Og þá verða framtíðarhorfur bjartar, við getum farið að einbeita okkur algjörlega að útflutningi á íslenskum lopa og lopaþróun.
Slæmar horfur í efnahagslífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.