Björn afskrifar krónuna

Hvað skyldi vaka fyrir dómsmálaráðherra með hinni afar fráleitu tillögu að taka upp evruna án þess að fara í ESB? Það yrði dæmd á hann leiktöf í handboltanum, því allir vita að þetta er leikleysa og það veit hann best sjálfur. Það sem er merkilegt í þessu er að Björn Bjarnason er búinn að viðurkenna að krónan er ónýt.

Það þarf engan nýjan stjórnarsáttmála, Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara að segja OK! og Samfylkingin mun ekki standa í vegi fyrir undirbúningi aðildarumsóknar.

Skoðanakannanir mæla Sjálfstæðisflokkinn með 25-27% fylgi, ekki hjartastyrkjandi tölur fyrir leiðtogana. Það getur orðið erfitt fyrir þá að líta framan í kjósendur og biðja um áframhaldandi stuðning ef þeir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfesta í pólítík í landinu vegna sérstaks trúnaðarsambands við heimilin og atvinnulífið. Það er einkennilegt að flokkurinn skuli núna kjósa að rjúfa þennan trúnað á báðum stöðum og tala af hroka niður til bæði atvinnulífs og heimila.

  

 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband