13.7.2008 | 19:51
Björn afskrifar krónuna
Hvað skyldi vaka fyrir dómsmálaráðherra með hinni afar fráleitu tillögu að taka upp evruna án þess að fara í ESB? Það yrði dæmd á hann leiktöf í handboltanum, því allir vita að þetta er leikleysa og það veit hann best sjálfur. Það sem er merkilegt í þessu er að Björn Bjarnason er búinn að viðurkenna að krónan er ónýt.
Það þarf engan nýjan stjórnarsáttmála, Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara að segja OK! og Samfylkingin mun ekki standa í vegi fyrir undirbúningi aðildarumsóknar.
Skoðanakannanir mæla Sjálfstæðisflokkinn með 25-27% fylgi, ekki hjartastyrkjandi tölur fyrir leiðtogana. Það getur orðið erfitt fyrir þá að líta framan í kjósendur og biðja um áframhaldandi stuðning ef þeir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfesta í pólítík í landinu vegna sérstaks trúnaðarsambands við heimilin og atvinnulífið. Það er einkennilegt að flokkurinn skuli núna kjósa að rjúfa þennan trúnað á báðum stöðum og tala af hroka niður til bæði atvinnulífs og heimila.
Evruleið fremur en aðildarleið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.