Á-i

Þó svo að Portsmouth séu ekki mínir menn, þá rennur nú blóðið til skyldunnar að halda með þeim gegn Man U. og ekki bara af því að MU er líklegast næst-leiðinlegasta lið sögunnar, heldur af því að hinn afbragðs litríki karakter og landi, Hreiðarsson er í Portsmouth. Það var beinlínis sársaukafullt að horfa á vítaspyrnukeppnina, ekkert minna. Það hefði verið gaman að sjá Hreiðarsson, sem ávallt heldur sínu kúli, taka eina spyrnu.
mbl.is United vann Samfélagsskjöldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Ragnarsson

Þá hlýtur Arsenal að vera leiðinlegasta lið sögunnar ;)

Ingi Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Pinky and the Brain

Og þú hlýtur að vera uppistandari ;)

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Gary Neville sagði einhvern tímann eitthvað á þessa vegu: Annað fólk á mjög erfitt með að þola okkur því við erum svo sigursælir, vonandi verðum við óþolandi í langan tíma.

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 17:11

4 Smámynd: Pinky and the Brain

Man U spilar leiðinlegan bolta, um það þarf ekki að deila. Arsenal, hins vegar,  minnir fólk á hvers vegna fótbolti er kallaður "the beautiful game". Chelsea spilar svo leiðinlegan bolta að það ætti að varða við lög, sérstaklega eftir að þeir fá ekki notið krafta íslenska landsliðsins.

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 17:32

5 Smámynd: Pinky and the Brain

Átti að sjálfsögðu við fyrirliða íslenska landsliðsins en ekki íslenska landsliðið í heild sinni.

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

United hafa síðustu 2 tímabil skorað meira en þetta "fallega" Arsenal lið sem sprakk á limminu á síðasta tímabili í febrúar og brann hratt út.

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 17:39

7 Smámynd: Pinky and the Brain

Sá ekki betur en Man U ætti í mestu vandræðum með arfaslakt Portsmouth liðið og hafði sigur einungis í vítaspyrnukeppni, sem Portsmouth tapaði frekar en að MU ynni.

Arsenal lenti í meiðslum á síðasta tímabili, rétt er það, en er ekki Man U einmitt að lenda í svipuðu málum nú? Hvorki Rooney né Ronaldo sáust í leiknum í dag. Báðir í jakkafötum með bindi. Jamm.

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Það einkennir meistaralið að þó þau spili illa þá fara heim með stigin eða verðlaunagripina.  Svo er þetta ekki leikurinn sem segir til um getu liðana og hvað þá þegar það vantar bæði Rooney og Ronaldo meðal annara.

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 18:10

9 Smámynd: Pinky and the Brain

Það er athyglisvert hversu taumlaus gleði grípur um sig þegar lið eins og Portsmouth er lagt að velli. Spurningin er hvernig gengið verður þegar alvöru liðum er mætt.

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 18:15

10 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Ég sem stuðningsmaður er ekki það hrokafullur að ég fagni bara sumum sigrum. Ég fagna öllum sigrum, sama hver andstæðingurinn er.

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Pinky and the Brain

Gott að þú gleðst yfir litlu.

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 18:29

12 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Já það er gott. Mun betra en að vera uppfullur af öfund og biturleika.

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 18:47

13 Smámynd: Pinky and the Brain

Góður bolti er ofar öllu!

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 20:00

14 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Já og þess vegna er United svo sniðugt. Hér er smá formúla.

Góður bolti = velgengni = Manchester United. 

Pétur Orri Gíslason, 10.8.2008 kl. 20:27

15 Smámynd: Pinky and the Brain

Þessi formúla gengur ekki upp. Sorry!

Pinky and the Brain, 10.8.2008 kl. 21:20

16 Smámynd: Pétur Orri Gíslason

Hefur virkað flott síðustu 15 árin.

Pétur Orri Gíslason, 11.8.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband