Réttarríki?

Þá hefur saksóknari efnahagsbrota hafist handa við að sækja mál gegn Jóni Ólafssyni, vegna meintra skattalagabrota (yfirskattanefnd var búin að afgreiða málið og þetta kallast "double jeopardy"). Það er óvenjulegt að fólk fái ekki að velja sér verjenda, en kannski er saksóknari efnahagsbrota reynslunni ríkari og leggur ekki í Sigurð? Hver veit, en núna er ríkissvaldið að ráðast á fólk sem getur borið hönd fyrir höfuð sér í krafti auðs síns, rétt eins og í Baugsmálinu og það er úr vöndu að ráða þegar sakargiftirnir eru lekari en gatasigti.

Við vitum að ekki reið saksóknari efnahagsbrota feitum hesti frá málatilbúnaði sínum á hendur Baugsmönnum. Þurfa allir að rekja ættir sínar inn í stjórn Eimskips til að mega efnast?

Í Markaðnum í dag kemur fram í viðtali við Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson nákvæmlega þetta viðhorf, þar tala þeir félagar um að kaupendum jöklabréfa sé sama um íslenskt efnahagslíf! Og hvaða máli skiptir það? Ekki sýnist mér að stjórn Seðlabankans sé annt um íslenskt efnahagslíf, en það er þó þeirra hlutverk.

 

 

 


mbl.is Sigurður fær ekki að flytja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að rugla saman tveimur málum, skattamálið á Baug er enn í gangi er það ekki?, í fréttum hefur komið fram að Baugsmenn séu nú þegar búnir að borga 100 milljóna tilbaka ekki kallar þú það að ríða ekki feitum hesti eða hvað?

Persónulega finnst mér mjög gott ef menn eru teknir þegar þeir eru að svíkja 100 milljóna undan skatti, mér er alveg sama hvort þeir heita Jón Ólafsson, Jón Ásgeir eða séra Jón skiptir engu.

skattstjóri (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Pinky and the Brain

Í fyrsta lagi var yfirskattanefnd búin að afgreiða mál Jóns Ólafssonar og það kallast "double jeopardy" að fara aftur eftir sama manni og sama máli. Svona gera menn ekki.

Í öðru lagi þá liggur ekki einu sinni fyrir að kært verði í skattamáli á hendur Baugi, þannig að þú virðist misskilja málið, "skattstjóri".

Pinky and the Brain, 23.7.2008 kl. 20:56

3 identicon

Eg misskil bara ekki neitt, Baugsmenn og fyrrum stjórnendur er búnir að endurgreiða skattinum tæpan milljarð nú þegar en síðan er annað sjálfstætt mál í gangi ef eitthvað er að marka fréttir.

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að það sem þessir "háu herrar" svíkja undan skatti lendir á okkur hinum að borga ergo það er verið að stela frá okkur.

Þér finnst það kannski í lagi en ekki mér!

skattstjóri (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 22:31

4 Smámynd: Pinky and the Brain

Þér finnst augljóslega allt í lagi að eytt sé hundruðum milljóna króna í að elta fólk sem ekkert hefur af sér gert nema að vera ekki einkavinir aðal. Það er stóri stuldurinn af íslenskum almenningi.

Svo er það líka stór glæpur af yfirvöldum að hrekja fyrirtæki hér úr landi og láta ríkissjóð verða af skatttekjum í framtíðinni.

En þér finnst þetta eflaust allt í lagi, "skattstjóri".

P.s.  Þú ert eflaust hrifinn af krónunni líka og tregar þá tíma þegar Íslandi var stjórnað með handafli frá a-ö.

Pinky and the Brain, 23.7.2008 kl. 23:28

5 identicon

Yfirskattanefnd gerir ekkert annað en að endurákvarða skatta á fólk. Hún hefur ekki dómsvald. Double Jeopardy á því ekki við hérna. Dómstólar afgreiða málið á annan hátt. Málið er kannski talið það alvarlegt að það geti hugsanlega varðað fangelsi.

Baugsmálið snerist ekki um skattamál heldur var það félagaréttarlegs eðlis. Lánveitingar hlutafélaga til tengdra aðila og ýmisleg þannig mál. Endaði auðvitað með því að Jón Ásgeir var dæmdur fyrir lítið af því sem hann var ákærður fyrir en nóg til þess að hann megi ekki sitja í stjórnum félaga á Íslandi. Hvað gerir hann? Fer með félögin út. En þau sem eru á Íslandi? Hann fær sér talstöð. Þ.e. konan hans situr í stjórn og framkvæmir óskir hans. 

Ég man ekkert eftir skattamáli Baugs en var það ekki þannig að þeir endurgreiddu 300 millur? Það fer væntanlega eftir eðli máls hvort svona fer alla leið fyrir dómstóla. Hvaða lög eru brotin og hversu alvarleg brotin eru.

En hvað sem þessu líður þá á að sækja menn fyrir að brjóta lög. Það á að þvinga þá til að borga það sem þeim ber að borga og með vöxtum. Ef það er til of mikils ætlast að þessir guttar virði lög og reglur þá geta þeir sjálfum sér um kennt að yfirvaldið er á eftir þeim. Ég veit það vel að þessir strákar eru mjög viljugir að komast hjá hinu og þessu fyrir meiri gróða en þeir verða þá bara að taka afleiðingunum.

Það er alvarleg ásökun að halda því fram að ráðamenn misnoti aðstöðu sína til að fara á eftir ákveðnum mönnum. Ég myndi allavega ekki treysta mér til að halda slíku fram. En Jóhannes í Bónus ætlar að snúa vörn í sókn og þá fáum við kannski einhverja niðurstöðu í slíkar fullyrðingar.

Áhorfandi (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 07:07

6 Smámynd: Pinky and the Brain

Ef skattayfirvöld og yfirskattanefnd klára málið og sjá ekki ástæðu til að vísa málinu til lögreglu eða saksóknara, þá er það fáheyrt ef það hefur nokkru sinni gerst að þessir aðilar taki málið upp. Afgreiðsla skattayfirvalda hefur alltaf verið látin duga, nema í þessum tveimur málum Baugsmálinu og máli Jóns Ólafssonar.

Það kom "double jeopardy" í málinu gegn Baugi, þegar saksóknaraembættið gat ekki komið með dómtækt mál en notaði frávísunarúrskurð dómstóla til að hnoða málinu í dómtækt form. Þetta stríðir gegn mannréttindasáttmálum sem við eigum aðild að og flokkast undir "double jeopardy". Þetta á mannréttindadómstóllinn eftir að fara yfir og ólíklegt að sú niðurstaða verði kjölturökkum eins og "Áhorfanda" að skapi.

Að sjálfsögðu flytur Jón Ásgeir félög sín úr landi, ekki síst vegna þess að allt viðskiptaumhverfi á Íslandi einkennist mjög af ad hoc ákvörðunum, sem óþolandi er við að búa.

Það er kannski ástæða til að óska fólki eins og "Áhorfanda" til hamingju með það að "guttarnir" eru að fara einn af öðrum úr landi, eins og Baugur, Milestone og stutt er í að bankarnir fari.

Pinky and the Brain, 24.7.2008 kl. 08:30

7 identicon

Sæll aftur,

ég sendi fyrirspurn á yfirskattanefnd áðan og spurði hversu margir úrskurðir þeirra færu fyrir dómstóla fyrir tilstilli saksóknara. Ég skal senda þér svarið ef ég fæ það einhvern tímann. Ég held að fullyrðingin þín sé röng enda engar tölur á bakvið hana.

Heldur þú að skattayfirvöld og dómstólar í öðrum löndum taki vægar á svikum? Félagar þínir fá ekki að svíkja undan skatti þar heldur né fá þeir að lána sjálfum sér og fjölskyldum sínum pening úr félögum sem þeir eiga hlut í. Vil bara taka það fram að ég hef bara áhuga á að lögum og reglum sé fylgt eftir en hef ekki neitt á móti Jóni Ásgeir og nafna hans Ólafs. Ég ber mikla virðingu fyrir Jóni Ásgeir og hann er eitursnjall náungi.

Af hverju ættu bankarnir að fara úr landi? Held að þeim líði ágætlega hérna. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá borgum við brúsann. Fínt að hafa svona tryggingu. Efast um að almenningur í öðrum löndum ætli að borga ef það kemur eitthvað uppá. Ef að bankarnir fara úr landi þá er það af allt öðrum ástæðum en þeim sem þú nefnir.  

Áhorfandi (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:12

8 Smámynd: Pinky and the Brain

Skrif þín minna mig á söguna um ormana í dósinni, um leið og einn þeirra byrjar að skríða upp, reyna hinir að toga hann niður!

Pinky and the Brain, 24.7.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband