let them eat cake ...

Helsta ástæða þess að Ísland gangi í ESB er upptaka evrunnar. Krónan er ekkert annað en skattheimta, sem heimilin og fyrirtækin í landinu eru að kikna undan. Hagsmuni hverra er verið að verja með því að halda í krónuna?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þann munað að geta beðið til haustsins 2009 til að geta rætt ESB-aðild, nú þarf að koma til kasta miðstjórnar flokksins. Þingmenn megi líka hafa í huga að þeir eru ekki bundnir neinu nema eigin samvisku og geta ekki skýlt sér bak við skrifræði eigin flokks. Þingmenn voru kosnir til forystu og það kallar á að þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir. Þingflokkurinn virðist nú hafa hagað sér eins og honum hefur þóknast hingað til, burtséð frá ályktunum landsfundar. Gleymum ekki að landsfundur vildi leggja niður stimpilgjöld, en Sjálfstæðisflokkurinn kom með þetta afstyrmi sem mismunar fólki. Það er rangt að halda því fram að ályktun síðasta landsfundar hafi lokað á aðild að ESB, og því ekkert sem stendur í veginum fyrir því að hefja undirbúning og taka fyrstu skref til aðildar.

Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að daga uppi?
mbl.is Tekist á um ESB á næsta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband