Ekki "Adieu" bayor

Mikið lán fyrir Arsenal að hinn knái sóknarmaður Emmanuel Adebayor mun ekki hverfa úr röðum liðsins, eins og  orðrómur hafði verið um.  Líklegast er það ekki minna lán fyrir hann, því snillingar á borð við Thierry Henry, Patrick Viera, Ljungberg og Pires, svo nokkrir séu nefndir, hafa ekki fengið að njóta sín hjá nýjum liðum, eins og þeir gerðu hjá Arsenal. Arsenal sér um sína.

 

Annars var höfundur á ættarmóti um helgina og sá þar snilldartakta í fótboltakeppni hjá yngstu kynslóðinni, framtíð kvennafótboltans á Íslandi mun halda áfram að vera björt. 


mbl.is Arsenal vann Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arsenal tekur þetta

Það er erfitt að skilja bilun í blogginu, sem skilar sér í breyttu útliti síðu.

Breytt útlit er ekki á ábyrgð höfundar.

Arsenal tekur þetta fjórfalt í vor!


Réttarríki?

Þá hefur saksóknari efnahagsbrota hafist handa við að sækja mál gegn Jóni Ólafssyni, vegna meintra skattalagabrota (yfirskattanefnd var búin að afgreiða málið og þetta kallast "double jeopardy"). Það er óvenjulegt að fólk fái ekki að velja sér verjenda, en kannski er saksóknari efnahagsbrota reynslunni ríkari og leggur ekki í Sigurð? Hver veit, en núna er ríkissvaldið að ráðast á fólk sem getur borið hönd fyrir höfuð sér í krafti auðs síns, rétt eins og í Baugsmálinu og það er úr vöndu að ráða þegar sakargiftirnir eru lekari en gatasigti.

Við vitum að ekki reið saksóknari efnahagsbrota feitum hesti frá málatilbúnaði sínum á hendur Baugsmönnum. Þurfa allir að rekja ættir sínar inn í stjórn Eimskips til að mega efnast?

Í Markaðnum í dag kemur fram í viðtali við Illuga Gunnarsson og Bjarna Benediktsson nákvæmlega þetta viðhorf, þar tala þeir félagar um að kaupendum jöklabréfa sé sama um íslenskt efnahagslíf! Og hvaða máli skiptir það? Ekki sýnist mér að stjórn Seðlabankans sé annt um íslenskt efnahagslíf, en það er þó þeirra hlutverk.

 

 

 


mbl.is Sigurður fær ekki að flytja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

let them eat cake ...

Helsta ástæða þess að Ísland gangi í ESB er upptaka evrunnar. Krónan er ekkert annað en skattheimta, sem heimilin og fyrirtækin í landinu eru að kikna undan. Hagsmuni hverra er verið að verja með því að halda í krónuna?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þann munað að geta beðið til haustsins 2009 til að geta rætt ESB-aðild, nú þarf að koma til kasta miðstjórnar flokksins. Þingmenn megi líka hafa í huga að þeir eru ekki bundnir neinu nema eigin samvisku og geta ekki skýlt sér bak við skrifræði eigin flokks. Þingmenn voru kosnir til forystu og það kallar á að þeir taki sjálfstæðar ákvarðanir. Þingflokkurinn virðist nú hafa hagað sér eins og honum hefur þóknast hingað til, burtséð frá ályktunum landsfundar. Gleymum ekki að landsfundur vildi leggja niður stimpilgjöld, en Sjálfstæðisflokkurinn kom með þetta afstyrmi sem mismunar fólki. Það er rangt að halda því fram að ályktun síðasta landsfundar hafi lokað á aðild að ESB, og því ekkert sem stendur í veginum fyrir því að hefja undirbúning og taka fyrstu skref til aðildar.

Eða ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að daga uppi?
mbl.is Tekist á um ESB á næsta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flogið í mótvindi

Ég sé ekki betur en að Jón Karl Ólafsson sé að boða aukin umsvif hjá JetX í náinni framtíð. Það er ánægjulegt að sjá drift hjá flugfélagi nú á tímum þegar bölmóðurinn ætlar allt að drepa. Hátt eldsneytisverð hefur eflaust sett sitt strik í reikninginn hjá þessu félagi sem öðrum flugfélögum í heiminum, en þarna skilur kannski á milli þeirra sem eru góðir flugrekstrarmenn og hinna ...


mbl.is Uppsagnir hjá JetX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn afskrifar krónuna

Hvað skyldi vaka fyrir dómsmálaráðherra með hinni afar fráleitu tillögu að taka upp evruna án þess að fara í ESB? Það yrði dæmd á hann leiktöf í handboltanum, því allir vita að þetta er leikleysa og það veit hann best sjálfur. Það sem er merkilegt í þessu er að Björn Bjarnason er búinn að viðurkenna að krónan er ónýt.

Það þarf engan nýjan stjórnarsáttmála, Sjálfstæðisflokkurinn þarf bara að segja OK! og Samfylkingin mun ekki standa í vegi fyrir undirbúningi aðildarumsóknar.

Skoðanakannanir mæla Sjálfstæðisflokkinn með 25-27% fylgi, ekki hjartastyrkjandi tölur fyrir leiðtogana. Það getur orðið erfitt fyrir þá að líta framan í kjósendur og biðja um áframhaldandi stuðning ef þeir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfesta í pólítík í landinu vegna sérstaks trúnaðarsambands við heimilin og atvinnulífið. Það er einkennilegt að flokkurinn skuli núna kjósa að rjúfa þennan trúnað á báðum stöðum og tala af hroka niður til bæði atvinnulífs og heimila.

  

 


mbl.is Evruleið fremur en aðildarleið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Here we go again!

Er komið að númerinu hans Jóns Ólafssonar þegar kemur að ofsóknum íslenska ríkisins á hendur íslenskum athafnamönnum? Það lítur út fyrir það. Sagt er að mistök séu til þess að læra af þeim, það á bersýnilega ekki við um suma af æðstu embættismönnum Íslands í dag. Ég man ekki betur en skattayfirvöld séu þegar búin að afgreiða þetta mál og gera Jóni refsingu. Það er náttúrlega spurning um réttarríkið ...


mbl.is Ákærður fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að berjast við vindmyllur

With friends like these who needs enemies? Þessi setning kom mér í hug þegar niðurstaða Seðlabankastjóra á vaxtaákvörðunardegi var sú að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Verðbólgan hér á landi stafar af þremur ástæðum:

1. Verð á hrávöru og matvöru á erlendum mörkuðum hefur hækkað mjög að undanförnu og það er EKKERT sem Seðlabankastjórar geta gert til að hafa hemil á því.

2. Verðbólgan rekur rætur sínar einnig til þess að fasteignir eru í neyslukörfunni okkar (sér vísitölu fyrir fasteignir ASAP) og um leið og verð á fasteignum fór upp, jókst verðbólgan.

3. Veiking krónunnar þýðir hækkandi vöruverð. Stýrivextir hafa lítil áhrif þar sem fjárfestar eru áhættufælnir og krónan er áhættusöm.

Málið er reyndar þetta; hér á landi er STAGFLATION, eða hjöðnun ásamt verðbólgu og þá er svarið ekki að halda stýrivöxtum í hæstu hæðum, nema ætlunin sé að koma heimilum og fyrirtækjum í landinu á hnéin.

Að koma fyrirtækju og bönkum úr landi er að takast. Og þá verða framtíðarhorfur bjartar, við getum farið að einbeita okkur algjörlega að útflutningi á íslenskum lopa og lopaþróun.

 


mbl.is Slæmar horfur í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórðargleði í fréttum?

Leiðari Fréttablaðsins í dag gagnrýnir íslenska neytendur fyrir að hafa verið á "eyðslu-fylleríi" og núna séu þeir að glíma við timburmennina. Leiðaraskrifari lendir í miklum "vanskilum" með skilning á efnahagsástandinu. Leiðarahöfundur ætti að láta kollega sinn, Þorstein Pálsson, um að skrifa um efnahagsmál framvegis.

Við erum að glíma við lánakreppu í heiminum sem er ekki runnin undan rifjum íslenskra neytenda. Áhrif lánakrepunnar verða dýpri á Íslandi vegna þess að við erum með örsmáan gjaldmiðil sem enginn lítur við. Sveiflur í efnahagsmálum eru ófrávikjanlegar og erfiðleikar í einu landi hafa áhrif í öðrum, svo best er að halda algjörlega aftur af schadenfreudískum tilfinningum, gott fólk.

 


Meistari Wenger og ég

Meistari Wenger hefur rétt fyrir sér, eins og svo oft áður; það er ekkert gaman að þessu ef allir bestu leikmennirnir eru keyptir út úr ensku deildinni. Það var líka ljúft að sjá takta Fabregas í leik Spánverja gegn Rússum þvílík, að því er virtist, fyrirhafnarlaus snilld er maðurinn lagði upp mark númer 2 hjá Spánverjum. Ég hefði tárfellt væri ég af þeirri tegundinni. Wenger og ég erum sammála um leikinn í kvöld: Spánverjar vinna!


mbl.is Wenger vonar að Ronaldo verði áfram hjá United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pinky and the Brain
Pinky and the Brain
Höfundur er ungur og glæsilegur, með áhuga á fótbolta, fjármálum og single malt viský.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband